29.01.1968
Neðri deild: 55. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 626 í C-deild Alþingistíðinda. (2446)

105. mál, sala Grísatungu í Stafholtstungnahreppi

Flm. (Halldór E. Sigurðsson) :

Herra forseti. Á þskj. 234 höfum við hv. þm. Vesturl., sem setið höfum hér í hv. d., ásamt hv. 4. landsk. leyft okkur að flytja frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til þess að selja eyðijörðina Grísatungu 3 Stafholtstungnahreppi í Mýrasýslu og kaupandi yrði Stafholtstungnahreppur.

Eins og nú er ástatt, er Stafholtstungnahreppur leigutaki að þessu eyðibýli, og hefur verið svo um langt skeið, en vegna væntanlegra framkvæmda, sem jarðir efst í Stafholtstungnahreppi þurfa að leggja í í sambandi við vatnsmiðlun og nokkur kostnaður kann að koma á hreppinn vegna Grísatungu, taldi hreppsnefndin æskilegt, að áður yrði hreppurinn orðinn eigandi að jörðinni. Þess vegna fór hreppsnefnd Stafholtstungnahrepps þess á leit við þm. Vesturl., að þeir flyttu þetta frv. á hv. Alþingi, svo sem nú er gert.

Við flm. treystum því, að þetta frv. fái góðan byr hér í hv. d. og á hv. Alþingi, eins og venja er um slík frv.

Ég vil svo leyfa mér, herra forseti, að leggja til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. landbn.