05.12.1967
Neðri deild: 34. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 278 í B-deild Alþingistíðinda. (250)

35. mál, framfærslulög

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér er flutt, er komið frá hv. Ed. og hlaut þar einróma samþykki og mjög skjótan framgang. Efni frv. er, eins og í grg. þess segir, það eitt að heimila borgarstjórn Reykjavíkur að breyta skipan sinnar félagsmálastarfsemi og koma á sérstöku félagsmálaráði, eins og glögglega er frá skýrt í fskj., sem frv. fylgir.

Þar eru svo ýtarlega raktir allir málavextir, að ég tel ekki þörf á, nema sérstakt tilefni gefist til, að ræða málið öllu frekar, en óska þess, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og félmn.