12.10.1967
Sameinað þing: 1. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í B-deild Alþingistíðinda. (26)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Magnús Kjartansson:

Þar sem landskjörstjórn lýsti yfir því í upphafi kosningabaráttunnar, að atkv. l-listans í Reykjavík yrðu lögð við atkv. Alþb. við úthlutun uppbótarþingsæta, og þar sem málsvarar og málgögn stjórnarflokkanna beggja og Framsfl. lýstu samþykki við þá niðurstöðu fyrir kosningar, tel ég kjósendur eiga siðferðilega og lýðræðislega heimtingu á því, að við þau fyrirheit verði staðið í verki að kosningum loknum og segi því já, jafnframt sem ég ítreka þá afstöðu, að óhjákvæmilegt sé að endurskoða kosningalög, svo að jafnfráleitir atburðir endurtaki sig ekki.