16.12.1967
Neðri deild: 43. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 280 í B-deild Alþingistíðinda. (269)

52. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Frv. þetta fjallar um breytingar á sveitarstjórnarl. nr. 58 frá 29. marz 1961, en ekki 1965, eins og mun standa á þskj. Það er að efni til flutt til samræmingar við frv. til stjórnskipunarl. um breytingu á stjórnarskránni um það að færa kosningarréttaraldurinn úr 21 ári niður í 20 ár. Hv. Ed. hefur fjallað um frv. og samþykkt það einróma. Þá hefur heilbr.- og félmn. þessarar hv. d. einnig fjallað um frv. og leggur hún einróma til, að það verði samþ. óbreytt.

Tel ég ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um það, þar sem allir virðast hér vera á einu máli.