17.04.1968
Sameinað þing: 52. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 112 í D-deild Alþingistíðinda. (2728)

142. mál, meðferð á hrossum

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Eins og fram kom við fyrri hl. umr. um þessa till. hv, 4. landsk. þm., þá eru menn ekki

á einu máli um það, hvað sé mannúðleg meðferð á hrossum. En um hitt virðast flestir vera sammála, að ákvæðum I. um, að búfjáreigendur skuli hafa til umráða hús og nægilegt fóður fyrir allan bústofn sinn, þeim sé a. m. k. ekki að öllu leyti fullnægt. Þegar hér við bætist svo, að hrossastofninn gengur allnærri gróðri landsins í ýmsum byggðarlögum, þá virðist þessi þátill. ekki að ófyrirsynju fram komin.

Allshn. hafði þetta mál til meðferðar og leitaði umsagna, eins og greinir á nál. N. varð sammála um að leggja til, að till. verði samþ. óbreytt.