17.04.1968
Sameinað þing: 52. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 122 í D-deild Alþingistíðinda. (2755)

160. mál, náttúruvernd, friðun Þingvalla og þjóðgarða

Frsm. (Bragi Sigurjónsson):

Herra forseti. Á þskj. 366 er till. til þál. um náttúruvernd, friðun Þingvalla og þjóðgarða, frá allshn. Hún er eins konar miðlunartill. eða öllu heldur fært saman í eitt tvær till., sem áður lágu fyrir allshn., annars vegar um náttúruvernd og hins vegar um friðun Þingvalla. Allshn. var einhuga um flutning þessarar till., en þegar hún kom til afgreiðslu Sþ., þá kom fram brtt. við hana, sem vísað var til allshn., og er sú brtt. á þskj. 450. Allshn. fjallaði um þá brtt. seinna á fundi sínum og varð sammála um að halda sig við fyrri till. óbreytta, en tveir nm., Jónas Árnason og Gísli Guðmundsson, áskildu sér rétt til þess að fylgja brtt. eða flytja. Einn nm., Vilhjálmur Hjálmarsson, var fjarverandi.

Eins og fram kemur af þessum orðum mín­ um, þá leggur meiri hl. allshn. til, að till., eins og hún er á þskj. 366, verði samþ. óbreytt.