25.10.1967
Sameinað þing: 7. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í D-deild Alþingistíðinda. (2803)

6. mál, náttúruvernd

Flm. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir undirtektir við þessa till, og sé ég ekki ástæðu til þess að bæta miklu við þær þakkir að öðru leyti en því, að ég bendi á, að hér er ekki aðeins um sérfræðilegt verk að ræða, þó að það sé nokkur þáttur í þessu. Þetta er miklu víðtækara en svo, að hægt sé að tala um, að þetta sé sérfræðilegt viðfangsefni. Það eru þættir í þessu máll að sjálfsögðu sem eru mjög pólitísk viðfangsefni, eins og ég vék að áðan og skal ég ekki fara neitt lengra út í það Þess vegna vil ég biðja hæstv. ráðh. að hugsa vel um, hvort hann teldi ekki skynsamlegt að fallast á, að þarna væri þessum sjónarmiðum

blandað saman. Það er hins vegar ekki víst, að við höfum fundið púðrið og stungið upp á alveg réttri samsetningu n., það er annað mál. Ég bendi á, að það eru þessir tveir þættir í málinu og ég er alveg sannfærður um, að það væri mjög gott fyrir málið að það væri blandað saman þessum tveimur sjónarmiðum við skipan n.