27.03.1968
Sameinað þing: 47. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í D-deild Alþingistíðinda. (2966)

165. mál, skylduþjónusta ungmenna

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða till. efnislega heldur bera fram fsp. til hv. flm., ósköp einfalda: Ætlast hann til, að ungmenni vinni kauplaust við þessa skylduþjónustu, eða hugsar hann sér, að ungmennin eigi að fá kaup? Það er ekkert á þetta minnzt í till., en í sjálfu sér getur skylduþjónustan verið bæði kauplaus og með kaupi. Ég held, að það skipti ekki litlu máli að fá einhverja vitneskju um það strax, hvernig hv. flm. hugsar sér það. Annars þykir mér ekki beint viðeigandi, þegar frsm. máls leggur það til, að mál fari ekki til n. Ég vil gera það að till. minni, að málinu verði vísað til allshn., ef ekki kemur önnur till. fram.