07.02.1968
Sameinað þing: 34. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 620 í D-deild Alþingistíðinda. (3134)

109. mál, bandaríska sjónvarpið

Fyrirspyrjandi (Magnús Kjartansson) :

Herra forseti. Það var aðeins lítil aths. við þá till., sem hæstv, dómsmrh. kom fram með hér áðan, um sérstaka skoðanakönnun á Íslandi. Ég vil benda hæstv. ráðh. á það, að ákvörðunin um takmörkun sendinga dátasjónvarpsins við herstöðina er komin frá Bandaríkjamönnum sjálfum og skoðanakönnun á Íslandi getur ekki haft nein áhrif á þeirra eigin ákvarðanir. Vilji hæstv. ráðh. fá einhverja sérstaka skoðanakönnun til að skera úr um málið hjá þeim aðilum, sem tekið hafa ákvörðunina þá verður hún að vera innan Bandaríkjanna sjálfra.