12.12.1967
Sameinað þing: 21. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 539 í B-deild Alþingistíðinda. (452)

1. mál, fjárlög 1968

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti. Ég met mikils nývakinn áhuga tillögumanna á fjárveitingum til borgarspítalans og ekki síður, ef sá áhugi stafar e.t.v. af þingsetu borgarstjóra, þegar fjárlagaafgreiðsla fer fram. En með tilvísun til þess, að með samkomulagi við heilbrmrh. og fjmrh. fékkst 100% hækkun á fjárveitingu til borgarspítala í fjárlagafrv. fyrir árið 1968, og með milligöngu þeirra fékkst einnig lánsfé, er svarar nú til 42 millj. kr. af skuld ríkissjóðs við borgarsjóð, og í trausti þess, að áherzla verði lögð á að ljúka greiðslum ríkissjóðs sem fyrst og að öðru leyti með skírskotun til samstöðu stuðningsmanna stjórnarinnar um afgreiðslu fjárlaga, segi ég nei.