12.12.1967
Sameinað þing: 21. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 540 í B-deild Alþingistíðinda. (454)

1. mál, fjárlög 1968

Pétur Benediktsson:

Herra forseti. Í þessu máli var í umr. sérstaklega skírskotað til nýrra þm., og þess vegna langar mig til að segja, að tillöguflutningurinn minnir mig ofurlítið á ágætan prest hér austanfjalls, sem hneykslaðist á nágranna sínum og sagði: „Mikil dæmalaus skepna er hann Símon. Hann drekkur kogespritt.“ Síðan bætti hann við eftir stundarþögn: „Og svo er hann blóðnízkur á þetta.“ Og það verð ég að segja, að það er þessi seinni liður, sem ég hef á móti hjá hæstv. alþingisforsetum, en samt ætla ég að segja nei við till. í þeirri von, að forsetar bæti ráð sitt.