07.03.1968
Neðri deild: 71. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í B-deild Alþingistíðinda. (648)

100. mál, hækkun á bótum almannatrygginga

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur haft til athugunar frv. það, sem hér liggur fyrir. Efni frv. er það, að gert er ráð fyrir, að allar bætur almannatrygginga aðrar en fjölskyldubætur hækki um 10% frá því, sem þær voru í nóv. 1967, en innifalið í þessari 10% hækkun er sú hækkun, sem varð á bótum almannatrygginga 1. des. og nam 3,39 %. Þá gerir frv. einnig ráð fyrir, að bótafjárhæðir almannatrygginga, eins og þær verða eftir gildistöku þessara laga, teljist grunnupphæðir frá og með 1. jan. s.l. Hækkun sú, sem frv. gerir ráð fyrir, mun vera komin til framkvæmda, enda efnislega samþ. á Alþ. með þeirri hækkun, sem tekin var inn á fjárl. þessa árs við afgreiðslu þeirra í des. s.l.

Herra forseti. Eins og ég sagði í upphafi, hefur heilbr.- og félmr. haft þetta mál til athugunar, en það er okkur sent frá hv. Ed., og leggur n. einróma til, að frv. verði samþ. óbreytt.