13.12.1967
Efri deild: 32. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 772 í B-deild Alþingistíðinda. (674)

45. mál, alþjóðasamþykkt um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanna

Frsm. (Pétur Benediktsson):

Herra forseti. Eins og suma dm. kann að reka minni til, var fyrr í dag hér í d. sent til 3. umr. frv. um breytingar á siglingalögum. Það frv. er í rauninni afleiðing af því frv., sem nú liggur fyrir, um heimild fyrir ríkisstj. til að staðfesta fyrir Íslands hönd alþjóðasamþykkt um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanna. Þetta er samþykkt, sem er kölluð Brüsselsamþykktin og gerð var þar 10. okt. 1957. Því hygg ég, að það geti varla orðið neinn ágreiningur um það, að við samþykkjum forsenduna, fyrst við höfum þegar samþykkt afleiðinguna af henni, enda tel ég sjálfsagt, að við verðum samferða öðrum norrænum löndum, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og mörgum fleiri af okkar nágrannalöndum í því að verða aðilar að þessari samþykkt. Um málið varð enginn ágreiningur í sjútvn., og leyfi ég mér að leggja til við hv. d., að frv. verði samþ. óbreytt.