11.10.1967
Sameinað þing: 0. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (7)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. 2. kjördeildar (Ágúst Þorvaldsson):

Herra forseti. 2. kjördeild hefur haft til athugunar kjörbréf þeirra þm., sem ég mun nú lesa hér upp nöfn á.

Það er í fyrsta lagi Þórarinn Þórarinsson ritstjóri, Hofsvallagötu 57, Reykjavík, sem er 4. þm. Reykv. Í öðru lagi Sveinn Guðmundsson forstjóri, sem hlaut 1. uppbótarþingsæti Sjálfstfl. 3. Sigurvin Einarsson, Saurbæ, Barðastrandarsýslu, sem er 1. þm. Vestf. 4. Sigurður Ingimundarson efnafræðingur, en hann hlaut 1. uppbótarþingsæti Alþfl. 5. Pétur Benediktsson bankastjóri, Reykjavík, sem er 4. þm. Reykn. 6. Ólafur Jóhannesson prófessor, 3. þm. Norðurl. v. 7. Magnús Kjartansson ritstjóri, Reykjavík, sem er 6. þm. Reykv. 8. Karl Guðjónsson fulltrúi, Reykjavík, sem er 6. þm. Sunnl. 9. Jónas G. Rafnar, Háteigsvegi 46, Reykjavík, sem er 2. þm. Norðurl. e. 10. Jón Skaftason alþm., Kópavogi, sem er 2. þm. Reykn. 11. Jón Árm. Héðinsson viðskiptafræðingur, en hann hlaut 3. uppbótarþingsæti Alþfl. 12. Hannibal Valdimarsson alþm., Selárdal, sem er 9. þm. Reykv., kosinn af I-lista utan flokka. 13. Séra Gunnar Gíslason alþm., Glaumbæ, Skagafjarðarsýslu, sem er 2. þm. Norðurl. v. 14. Gils Guðmundsson alþm., Reykjavík, sem er 5. þm. Reykn. 15. Eysteinn Jónsson fyrrum ráðh., Reykjavík, sem er 1. þm. Austf. 16. Eggert G. Þorsteinsson ráðh., Skeiðarvogi 109, Reykjavík; sem er 8. þm. Reykv. 17. Björn Pálsson alþm., bóndi, Ytri-Löngumýri í Svínavatnshreppi, sem er 5. þm. Norðurl. v. 18. Bjartmar Guðmundsson bóndi, en hann hlaut 3. uppbótarþingsæti Sjálfstfl. 19. Birgir Kjaran hagfræðingur, Ásvallagötu 4, Reykjavík, sem er 7. þm. Reykv. 20. Ásgeir Bjarnason, Ásgarði, Dalasýslu, sem er 1. þm. Vesturl.

Þetta eru 20 kjörbréf, og engar aths. komu fram í 2. kjördeild við þessi kjörbréf og leggur kjördeildin einróma til, að þau verði samþ. og kosning þeirra þm., sem þar um getur, tekin gild.

Þá fjallaði 2. kjördeild einnig um kjörbréf 1. varaþm. Framsfl. í Reykjavíkurkjördæmi, Kristjáns Thorlacius, sem hefur tekið sæti þér á hinu háa Alþ. vegna forfalla Þórarins Þórarinssonar, sem dvelur erlendis nú um tíma. Kjördeildin hefur ekkert að athuga við þetta kjörbréf og leggur einnig til, að það verði samþ. og kosning varaþm. tekin gild.