21.03.1968
Neðri deild: 79. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 809 í B-deild Alþingistíðinda. (777)

2. mál, stjórnarskipunarlög

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Frv. þetta var samþ. á síðasta þingi og ber samkv. stjórnarskránni að leggja það fyrir þetta þing aftur til endanlegrar samþykktar. Svo var gert í upphafi þingsins, en það hefur legið hjá hv. Ed. þangað til núna, og var þó, að því er ég hygg, enginn efnislegur ágreiningur um málið þar. Slíkur ágreiningur kom heldur ekki fram, svo að teljandi væri við alþingiskosningarnar á s.l. sumri, og sýnist því einsætt að afgreiða málið nú, og vildi ég biðja hv. n., sem fær málið til athugunar í Ed. var það allshn., og legg ég til, að svo verði einnig hér — að afgreiða málið skjótlega, svo að það fái framgang nú. Ella fellur það dautt niður — ef það verður ekki afgr. fyrir þinglok.