06.04.1968
Neðri deild: 93. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1110 í B-deild Alþingistíðinda. (962)

179. mál, vegalög

Frsm. minni hl. (Sigurvin Einarsson):

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr., en ég hef leyft mér ásamt hv. 1. þm. Norðurl. e. að flytja till. til rökst. dagskrár svohljóðandi:

„Jafnframt því sem það er að dómi d. æskilegt, að vegamálastjórnin láti, svo fljótt sem unnt er, gera áætlun um fullnaðaruppbyggingu þjóðvegakerfisins samkv. vegal. á allt að 10 árum og fjáröflun til hennar, telur d. ekki tímabært í því árferði, sem nú er, að samþykkja hækkun umferðarskatta að svo stöddu og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“