09.04.1968
Efri deild: 85. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1126 í B-deild Alþingistíðinda. (970)

179. mál, vegalög

Frsm. meiri hl. (Jón Árm. Héðinsson):

Herra forseti. Í raun og veru er óþarfi að hafa hér mörg orð í viðbót um frv. til l. um breyt. á vegal. Hv. stjórnarandstaða telur sig ekki geta fylgt frv., þótt hún viðurkenni í raun og veru, að hin mesta nauðsyn er á góðum vegum hér á landi. Um hitt deila menn, með hvaða móti skuli aflað tekna, hversu hárra tekna skuli aflað og hvernig þeim skuli varið til uppbyggingar á hraðbrautum hér á landi. Við, sem styðjum frv., teljum, að það sé skynsamleg stefna, sem hér sé mörkuð, og þótt menn kunni að vera óánægðir í dag og kvarta, fari svo, áður en langt um líði, að menn kunni að meta það, sem nú er gert og viðurkenni, að hér sé tekin upp æskileg stefna.

Samgmn. Ed. hefur rætt frv., en gat ekki orðið sammála um stuðning við það. Meiri hl. leggur til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir á þskj. 545, en minni hl. mun skila séráliti. Einn nm. var ekki viðstaddur afgreiðslu málsins.