17.04.1969
Neðri deild: 78. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1031 í B-deild Alþingistíðinda. (1152)

117. mál, Háskóli Íslands

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Út af þeim umr., sem hér hafa farið fram nú síðast og ég gat nú því miður ekki heyrt allar, er enn ástæða til þess að benda á, að hér er ekki ætlunin að valda ríkissjóði nokkrum verulegum nýjum kostnaði, þar sem embætti, sem fyrir nokkrum árum var stofnað, á að sameinast þessu. Það má segja: Af hverju getur þá Einar Bjarnason ekki tekið að sér það starf, sem þannig var stofnað? Ástæðan er einfaldlega sú, að hann kærir sig ekki um að sækja um það, og eins og ég segi, hann hefur nú þegar með sínum vísindastörfum í ættfræði unnið til þess að fá sérstakan heiður. Og ég tel, að það sé Háskóla Íslands ekki siður heiður heldur en honum. Spurt er um það, hvort ættfræði sé vísindi eða ekki. Var Ari fróði vísindamaður? Var höfundur Landnámu vísindamaður? Voru allir þeir miklu ættfræðingar, sem óþarft er að telja upp eftir þessa, vísindamenn? Eru Íslendingar svo af göflunum gengnir, að þeir haldi, að þessir menn hafi ekki verið vísindamenn?