06.05.1969
Efri deild: 86. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1048 í B-deild Alþingistíðinda. (1174)

117. mál, Háskóli Íslands

Frsm. meiri hl. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Það er aðeins í sambandi við síðasta atriðið, sem síðasti ræðumaður vék að. Það er rétt, að í grg. með frv. segir, að kostnaðarauki eigi ekki að verða annar en mismunur á launum æviskrárritara og prófessorslaunum. Það telur hann, að taki af allan vafa um það, að prófessorinn eigi að taka við öllum störfum æviskrárritara. Ég verð nú að segja, að mér sýnist hreint ekki vera fyrir það girt, að einhverjum þeim störfum, sem æviskrárritari hefur gegnt, verði ráðstafað á annan hátt án þess að auka þurfi starfslið eða að nokkur kostnaðarauki þurfi af að hljótast.