09.05.1969
Efri deild: 89. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1174 í B-deild Alþingistíðinda. (1242)

233. mál, bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu

Sveinn Guðmundsson:

Herra forseti. Með tilvísun til þeirrar brtt., sem hér liggur fyrir, um bann gegn dragnótaveiði þá vil ég upplýsa mína breyttu skoðun, en hún er, að þessu lagafrv. sé hætta búin, ef þessi hv. þd. gengur þannig frá því að senda það á ný til hv. Nd. Þessi skoðun hefur einnig komið fram hjá hv. ræðumönnum, sem hér hafa talað í dag. Ég tel það vanvirðu, ef hv. Alþ. yrði slitið að þessu sinni, án þess að þetta lagafrv. fái samþykki. Til þess að forðast slíka slysni, þá mun ég fallast á þetta lagafrv. óbreytt og segi því nei við þessari brtt.