09.05.1969
Efri deild: 90. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1174 í B-deild Alþingistíðinda. (1243)

233. mál, bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu

(Pétur Benediktsson):

Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls hafa verið felldar nokkuð áríðandi brtt., og gengur sú afgreiðsla sumpart í berhögg við þær skoðanir, sem þessi d. hafði fyrir aðeins örfáum dögum. Sem form. sjútvn. langar mig til að hafa a.m.k. nokkurn tíma til að athuga, hvort ekki væri tækifæri til að bæta nokkuð það tjón, sem ég tel, að þarna hafi orðið, og til að koma fram vissum skynsamlegum till. við 3. umr. málsins. Með þessari skjótu afgreiðslu, sem nú er farið fram á, vinnst ekki tækifæri til þess, og þess vegna mun ég fyrir mitt leyti segja nei við afbrigðum.