11.03.1969
Neðri deild: 63. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1293 í B-deild Alþingistíðinda. (1378)

100. mál, þjóðminjalög

Frsm. (Sigurvin Einarsson):

Herra forseti. Við 1. umr. þessa máls gerði hæstv. menntmrh. ítarlega grein fyrir efni þessa frv. og undirbúningi þess og þeirri nauðsyn, sem á því er að setja heildarlög um þau efni, sem þetta frv, fjallar um.

I. kafli frv. er um Þjóðminjasafn Íslands, en um það safn hafa engin lög verið fram að þessu, II. kafli um fornminjar, III. kafli um kirkjugripi og minningarmörk, IV. kafli um friðun húsa og annarra mannvirkja, V. kafli um byggðasöfn og VI. kaflinn um almenn ákvæði.

Menntmn. hefur athugað mjög ítarlega þetta frv. og rætt það á mörgum fundum. Hún hefur sent það til umsagnar ýmsum aðilum og fengið svör frá þeim sumum hverjum. Hún hefur rætt það við þjóðminjavörð, Þór Magnússon, og Hörð Ágústsson listmálara, og eftir að umsagnir höfðu borizt um þetta frv. bar hún enn ráð sín saman við þessa tvo menn, þjóðminjavörð og Hörð Ágústsson, og var sérstaklega rætt um þær breytingar, sem nefndin hafði í hyggju að flytja eða gera á frv. Þeir féllust á þessar breytingar, sem nefndin ræddi við þá og eru nú fluttar hér á sérstöku þskj. Niðurstaða menntmn. er sú, að hún mælir einróma með því, að frv. verði samþ. og telur þessa löggjöf mikilsverða og nauðsynlega, en eins og ég áður sagði, flytur hún nokkrar brtt. við frv. á þskj. 333.

1. brtt. er um það, að á eftir 5. gr. komi ný gr., þar sem svo er mælt fyrir, að ekki megi nota myndir af gripum safnsins sem vörumerki eða í auglýsingaskyni og heldur ekki gera af þeim myndir eða eftirlíkingar nema með leyfi þjóðminjavarðar. Það eru dæmi til þess, að menn hafi notfært sér gripi og muni úr safninu í þessu skyni, en n. telur. að slíkt sé ekki við hæfi og komi ekki til greina nema þjóðminjavörður leyfi slíkt.

2. brtt. á þskj. er við 9. gr., og bætist þar við ný mgr., sem segir, að hafi fornleifar verið friðlýstar samkv. eldri l. skuli þær njóta þeirrar friðunar áfram, og er þetta gert í því skyni, að ekki þurfi að vera að endurtaka friðlýsingar.

3. brtt. er við síðustu mgr. 16. gr. Hún er um það, að forngripir, sem kunna að finnast, skuli varðveittir í Þjóðminjasafni, en þjóðminjaverði sé þó heimilt að fela byggðasafni þessa varðveizlu. Í frv. er hins vegar aðeins rætt um það, að slíkir forngripir, sem finnast, skuli vera eign ríkisins, en ekkert ákveðið um varðveizlu þeirra.

4. brtt. er við 18. gr. Í frv. segir svo í þessari gr., að ekki megi flytja gripi úr landi, sem eru eldri en 150 ára, nema með samþykki menntmrh. Þessu vill n. breyta og flytur um það ákvæði í þessari brtt. á þá leið, að ekki megi flytja gripi úr landi, sem eru eldri en 100 ára, og þó því aðeins, að þjóðminjavörður leyfi. N. taldi, að ýmsir gripir og munir, sem eru yngri en 150 ára, t.d. frá síðari hluta 19. aldar, gætu haft mikilsvert gildi sem forngripir og væri því mikil eftirsjá í því, að þeir væru fluttir úrlandi. Auk þess álítur n., að eðlilegra sé, að þjóðminjavörður veiti slík útflutningsleyfi, ef til þeirra þarf að koma, en að sækja þurfi um slíkt til ráðh., enda mundi ráðh. fara í þessu efni væntanlega eftir till. þjóðminjavarðar. Þá bætir n. því ákvæði inn í þessa gr., að leiki vafi á um aldur slíkra forngripa, skuli þjóðminjavörður úrskurða um aldurinn. Og einnig er sagt svo í þessari brtt., að þjóðminjavörður geti með samþykki menntmrh. hindrað útflutning yngri gripa en 100 ára, ef þeir hafi sérstaklega merkilega þýðingu.

5. brtt. er um tvær nýjar gr., sem bætast við III. kafla þessa frv. En þessi kafli frv. er um kirkjugripi og minningarmörk. Fyrri gr., sem n. leggur til, að bætt sé inn í þennan kafla, er um það, að Þjóðminjasafnið skuli varðveita aflagða kirkjugripi eða þá gripi, sem ekki þykir ástæða til að hafa lengur í kirkju, en þjóðminjaverði sé þó heimilt að fela viðkomandi byggðasafni varðveizluna. Þetta skal þó háð samþykki forráðamanna viðkomandi kirkju. Síðari gr. er um það, að ef kirkja er lögð niður, skuli gripir hennar renna til safns, eins og segir í þessari fyrri gr., sem ég nefndi. Þeir skuli renna til safns eða til annarra kirkna, en þetta skuli ákveðið með samráði þjóðminjavarðar annars vegar og biskups eða prófasts hins vegar. Loks segir í þessari nýju gr., sem lagt er til, að bætist þarna við, að Þjóðminjasafnið eigi forkaupsrétt að kirkjugripum í einkaeign, ef þeir verða seldir. Í frv. er það aðeins ákveðið um þessa gripi, að það skuli fara fram á þeim skráning og friðhelgun. En það er ekki rætt um þá að öðru leyti. Það er ekki rætt um verndun þeirra eða ráðstöfun á þeim frekar. N. er þeirrar skoðunar, að það þurfi að gilda það sama um þessa gripi sem aðra forngripi, að það þurfi að vernda þá og varðveita, koma í v að þeir glatist eða grotni niður en þó á þann hátt að það sé gert með fullkomnu samkomulagi við forráðamenn eða eigendur slíkra gripa

Eins og ég sagði, er IV. kafli þessa frv. um friðun húsa og annarra mannvirkja, og er 6. brtt. n. um breytingar á 23. gr. frv. En með þessari brtt. er lagt til. að sveitarstjórnir, þ.e.a.s. hreppsnefndir, bæjarstjórnir og borgarstjórn Reykjavíkur, geti ákveðið friðun húsa og mannvirkja upp á sitt eindæmi, en þó að fenginni umsögn eða áliti húsafriðunarnefndar, sem ákveðin er í þessari gr. frv. Í frv. aftur á móti er ekki gert ráð friðun eigi sér stað nema af hálfu ráðh. Hann t ákvarðanir um friðun húsa og mannvirkja. einmitt óskir og till. um það í umsögn frá borg Reykjavíkur og Sambandi ísl. sveitarfélaga, reyndar eitt og sama plaggið, að sveitarstjórnir hefðu þarna nokkurn meiri rétt og forgöngu en gert fyrir í frv. N. taldi rétt að ganga mjög til móts við þessar óskir og því leggur hún þetta til, að sveitarstjórnir geti ákveðið friðun húsa og mannvirkja og auðvitað jafnframt fellt niður friðun, sem sveitarstjórn kann að hafa ákveðið áður.

Í þessari brtt. er einnig það ákvæði að fella niður það ákvæði úr 23. gr. frv., að einn af þeim mönnum, sem skipa húsafriðunarnefnd og ráðh. skipar án tilnefningar, skuli vera lögfræðingur. N. var þeirrar skoðunar að það væri ekki nauðsynlegt, að hann væri lögfræðingur því að þó að augljóst mætti vera, að n. þyrfti á lögfræðilegri aðstoð að halda, þá væru nægar leiðir til þess að hún fengi þá lögfræðilegu aðstoð, sem hún óskaði, og þess þess vegna leggur n. til, að þetta atriði verði fellt niður.

7. brtt. er við 1. málsgr. 27. gr., og er það aðeins skýrara og ótvíræðara orðalag um viðhald og breytingar á friðuðum húseignum.

8. brtt. er við 31. gr., síðari málsgrein, en þar er svo fyrir mælt, að húsafriðunarnefnd sé heimilt að veita eigendum friðaðra húsa styrki til viðhalds húsanna vegna friðunarinnar. Með brtt. eru slíkir styrkir bundnir því, að veitt hafi verið fé til þess á fjárl. En einnig er það ákvæði í þessari brtt., að hafi sveitarstjórn ákveðið friðun húsa eða mannvirkja, þá ákveði hún einnig um styrkveitingar og greiði líka úr sveitarsjóði þá styrki.

9. brtt. er við 32. gr. og er í fjórum liðum, og þeir fjalla allir efnislega um það sama, ef sveitarstjórn hefur ákveðið friðun húsa eða mannvirkja, þá kemur hún í stað ráðh. í samskiptum við húsafriðunarnefnd einnig til þess að greiða kostnað, sem af friðun kann að leiða, ef sveitarstjórn hefur ákveðið friðun. Þessa brtt. leiðir beint af þeirri 6., þar sem tekið er upp það ákvæði í frv., að sveitarstjórnir geti ákveðið friðun mannvirkja.

10. brtt. er við 36. gr. A-liðurinn er nánast leiðrétting á prentvillu, skulum við segja. Í frv. stendur sveitarstjórnarfélög, en með brtt. er lagt til, að standi sveitarfélög, og þarf ekki að ræða frekar um það. En b- liður þessarar brtt. er hins vegar um það, að byggðasöfn sem hlotið hafa viðurkenningu þjóðminjavarðar samkv. eldri l., skuli halda þeirri viðurkenningu, þótt þau séu ekki eign sveitarfélaga, en nokkur byggðasöfn vera til í landinu, sem eru eign annarra en sveitarfélaga, og sér n. enga ástæðu til, að þau ekki njóti þeirrar viðurkenningar áfram.

11. og síðasta brtt. er við 40. gr. Í frv. segir, að ráðh. geti svipt safn styrk, sem því ber eða stendur til að veita því, ef um vanhirðu á safninu er að ræða, eða eins og nánar segir i frv.„ „telur þjóðminjavörður, að byggðasafni sé hætta búin vegna vanhirðu eða af öðrum orsökum og ekki hefur fengist úr þessu bætt þrátt fyrir endurteknar áskoranir, og getur þá menntmrh. að fengnum tillögum þjóðminjavarðar svipt safnið ríkisstyrk.“ N. var að sjálfsögðu samþykk þessu, en hún vildi bæta við þetta, og það er innihaldið í 11. brtt., að komist safn í óhirðu, þá geti ráðh. að tillögu þjóðminjavarðar ákveðið, að gripir þess renni til þjóðminjasafnsins sem eign þess. Auðvitað vænta menn þess, að til þessa þurfi ekki að koma, en þó fannst n. rétt að slá varnagla við, að það gæti komið fyrir, að safn lenti svo í algjörri óhirðu, að það væri yfirvofandi, að það eyðilegðist. Eins og ég hef áður sagt, þá mælir n. einróma með því, að frv., verði samþ. með þessum breyt., sem ég hef nú gert grein fyrir og eru í brtt. á þskj. 333.