12.05.1969
Efri deild: 91. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1325 í B-deild Alþingistíðinda. (1414)

104. mál, tollheimta og tolleftirlit

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Eins og hv. frsm. fjhn. vék að í sinni framsöguræðu, þá er hér um umfangsmikinn lagabálk að ræða, og þegar ég gerði grein fyrir því hér við 1. umr. og óskaði eftir því, að n. leitaðist við að skila hér áliti, þannig að það gæti orðið afgr. hér., þá var mér það ljóst, að það var kannske farið fram á nokkuð mikið, en ég sé þess vegna sérstaka ástæðu til þess hér að þakka hv. n. fyrir þá tillitssemi, sem hún hefur sýnt með því að taka málið til meðferðar og afgreiðslu nú þegar. þó að auðvitað full rök hefðu verið fyrir því, að hún hefði óskað eftir lengri tíma til meðferðar þess. Ég sem sagt þakka n. fyrir mjög skjóta og góða afgreiðslu.