29.04.1969
Neðri deild: 83. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1360 í B-deild Alþingistíðinda. (1472)

216. mál, lán vegna framkvæmdaáætlunar 1969

Frsm. meiri hl. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft til athugunar frv. það, sem hér liggur fyrir, og varð n. ekki sammála um afgreiðslu þess og skilar minni hlutinn sérstöku áliti. N. höfðu borizt tilmæli frá forseta Sþ. um að flytja brtt. við frv., og féllst n. á það og stendur öll að þeirri brtt., sem fram kemur á þskj. 577. Var gert ráð fyrir því, að forseti Sþ. mundi gera grein fyrir þeirri till., og tel ég því ekki ástæðu til að ræða hana hér sérstaklega. Ég tel heldur ekki þörf á því að ræða frv. efnislega. Það kemur fram mjög greinilega í aths. við frv., hvernig gert er ráð fyrir, að þeirri fjárhæð, sem frv. gerir ráð fyrir, að tekin verði að láni, samtals 225 millj. kr., verði varið, þannig að ég sé ekki ástæðu til þess að gera neina sérstaka grein fyrir því, því að þetta kemur mjög greinilega fram á bls. 3 í aths., sem frv. fylgja. En meiri hl. n. leggur til, að frv. verði samþ. og þá að sjálfsögðu með þeirri breytingu, sem n. öll stendur að og fram kemur á þskj. 577.