12.05.1969
Neðri deild: 93. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1385 í B-deild Alþingistíðinda. (1495)

216. mál, lán vegna framkvæmdaáætlunar 1969

Björn Pálsson:

Herra forseti. Fæðingardeild Landspítalans er í upphafi af vanhyggju byggð, og þörf er að byggja nýja fæðingardeild, stærri og fullkomnari. Ég vil hins vegar taka fram, að ég álít, að heilbrmrh. hafi gert rétt og það eina, sem hægt var að gera, með því að hlutast til um að fá aukið sjúkrahússrúm eða aukið rúm fyrir sjúklinga á handlæknisdeild Landspítalans og láta byggja nú þegar yfir kóbalttækin, jafnvel þó að það kosti nokkrar millj., og þetta hafi verið það eina, sem hægt var að gera í bili. Hins vegar greiði ég atkv. með till. vegna þess, að ég veit, að það er þörf á meira fjármagni til þess að hrinda þessu máli í framkvæmd og brýn nauðsyn er að gera það sem fyrst, og segi ég því já.