13.05.1969
Neðri deild: 94. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1420 í B-deild Alþingistíðinda. (1551)

188. mál, aflatryggingasjóður sjávarútvegsins

Birgir Finnsson:

Herra forseti. Ég vísa til yfirlýsingar ríkisstj., sem birt er í nál. sjútvn. Ed. á þskj. 592 og svo hljóðar, með leyfi hæstv. forseta:

Ríkisstj. mun sjá svo um, að ef til þess kemur, að aflatryggingasjóð skorti fé, til þess að greiðslur úr sjóðnum geti farið fram eftir sömu bótareglum og giltu á s.l. ári, þá muni sjóðnum verða séð fyrir því fjármagni, sem af skerðingunni leiðir eða á kann að vanta.“

Með tilvísun til þessarar yfirlýsingar segi ég já.

Brtt. 689 felld með 20:16 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: HS, HV, IG, RA, LJós, MK, SE, SkG, SV, SP,VH, ÞÞ, ÁÞ, EystJ, GeirG, JJ.

nei: GÞG, IngJ, JóhH, JP, MB, MÁM, ÞB, PS, SI, EKJ, BGr, BF, BK, BBen, BGuðm, US, FÞ, GuðlG, ÓL, SB.

4 þm. (JSk, BP, EðS, EmJ) fjarstaddir. 3. gr. samþ. með 19: 11 atkv.

4. gr. samþ. með 20:2 atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr. með 20:10 atkv.