16.05.1969
Neðri deild: 95. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1541 í B-deild Alþingistíðinda. (1650)

228. mál, fyrirtækjaskrá

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er komið hingað í deildina frá hv. Ed. og var afgreitt þar shlj. Nefndin mælti öll með samþykkt þess og deildin afgreiddi það einnig á þann veg. Hagstofustjóri mætti á fundi hjá fjhn. og gerði grein fyrir málinu. Það liggur fyrir, að mjög mikið undirbúningsstarf og má segja kannske mestan hluta af nauðsynlegu undirbúningsstarfi fyrir það fyrirtæki, sem hér liggur fyrir, er þegar búið að vinna hjá Hagstofu. Það vantar hins vegar lagaheimildir til þess að innkalla frekari upplýsingar og fleira, sem hagstofustjóri telur nauðsynlegt að fá til viðbótar því, sem Hagstofan hefur þegar í höndum, til þess að koma þessu fyrirtæki á.

Eftir viðtalið við hagstofustjóra og athugun mála leggur nefndin til. að frv. verði samþykkt.