09.05.1969
Neðri deild: 91. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1568 í B-deild Alþingistíðinda. (1686)

223. mál, verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

Birgir Kjaran:

Herra forseti. Það eru aðeins örstuttar fsp. til fjmrh. varðandi frv., sem hér liggur fyrir. Í 3. gr. segir, að fjmrh. ákveði útsöluverð áfengis og tóbaks á hverjum tíma og að álagningarhlutfall á vindlingum og smávindlum skal vera þannig, að samkeppnisaðstaða síðarnefndrar vörutegundar gegn vindlingum sé auðvelduð, eftir því sem atvik leyfa. Nú er vitað mál. að hvað sem læknar og hollustuvitringar segja, þá er sígaretta eitt af því sem almenningur neytir, og því er mér forvitni á að vita, hvort þessi samræming verðs á að felast í því að hækka verð á sígarettum eða lækka verð á vindlum.

Í öðru lagi get ég ekki látið hjá líða úr því að ég er staðinn hér upp, að minnast á það, að nú þykir ástæða til þess að líma einhverja sérstaka viðvörunarmiða á vindlinga og er mér þá spurn hverju það veldur, að áfengið er ekki látið hafa sömu meðferð?