16.05.1969
Neðri deild: 95. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1581 í B-deild Alþingistíðinda. (1722)

248. mál, vinnumiðlun

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Eins og ég gat um við 1. umr. um frv. um vinnumiðlun, þá er þetta systurfrv. við það og nátengt framkvæmdum á úthlutun og útdeilingu atvinnuleysisbóta, og hef ég sömu orð um það að segja og ég þá sagði. Á þessi lagaákvæði hefur ekki verulega reynt fyrr en á s.l. tveimur árum og á þeim komið fram þeir agnúar, sem nauðsynlegt er talið að leiðrétta, til þess að meira réttlæti ríki um framkvæmd þessara ákvæða.

Ég tel ekki þörf á því frekar en um hið fyrra frv. að fara um þetta fleiri orðum. Frv. skýrir sig að mestu leyti sjálft og er tilkomið af þeim ástæðum, sem ég áðan sagði.

Ég legg til, herra forseti, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og félmn.