17.12.1968
Neðri deild: 32. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1641 í B-deild Alþingistíðinda. (1761)

112. mál, bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu

Ingvar Gíslason:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja umr. um þetta mál. Ég vil aðeins taka það fram, áður en þetta mál verður afgr. héðan, að með tilliti til þess, að frv. hefur tekið miklum stakkaskiptum í n. frá því, að það var lagt hér fram, þá mun ég ekki hindra framgang þess. Hins vegar vil ég einnig taka það fram, að ég treysti því, að landhelgisnefnd, sem skipuð var í haust, haldi áfram að starfa, skili áliti sínu sem fyrst og á hennar áliti verði frekari framtíðaraðgerðir í þessum málum byggðar.