03.03.1969
Efri deild: 53. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1672 í B-deild Alþingistíðinda. (1803)

50. mál, sala landspildu úr prestssetursjörðinni Hálsi í Hálshreppi

Frsm. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Frv. það til l. um heimild fyrir ríkisstj. til að selja Hálshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu tiltekna landspildu úr prestssetursjörðinni Hálsi í Hálshreppi hefur verið athugáð og samþ. í hv. Nd. Landbn. þessarar hv. d. hefur athugað frv. og kynnt sér þær umsagnir, sem um það hafa borizt, og voru nm. sammála um að leggja til að frv. yrði samþ. óbreytt. Frv. var sent biskupsskrifstofunni, landnámsstjóra og kirkjumálaráðuneytinu til umsagnar. Eins og ég gat um, þá kynnti n. sér þær umsagnir, og er óhætt að segja það, að frv., eins og það liggur hér fyrir þessari hv. d. er mjög í samræmi við þær ábendingar og till., sem settar hafa verið fram hjá öllum þessum aðilum.

Ég hygg, að það sé ekki þörf á því að gera frv. frekar að umræðuefni. Grg. og skýringar fylgja frv. sjálfu, sem ég efast ekki um, að þingmenn hafa kynnt sér, og sýndist okkur, að allt mælti með því, að frv. næði fram að ganga. Landbn. leggur sem sagt til að frv. verði samþ.