17.04.1969
Neðri deild: 78. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1730 í B-deild Alþingistíðinda. (1958)

120. mál, áfengislög

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Þótt ég sé því fylgjandi, að þjóðaratkvgr. verði látin fara fram um ýmis mál. er miklu skipta fyrir þjóðina, þá tel ég, að bjórinn sé ekki í flokki þeirra mála og fráleitt með öllu að samþykkja, að þjóðaratkvgr, verði látin fara fram um bjórinn, meðan það er ekki gert um þau mál, sem mestu skipta. Það kann að vera, að sumir hafi trú á því, að bjórdrykkja muni bjarga þjóðinni út úr þeim vandræðum, sem viðreisnarstefnan hefur komið henni í, en gæti ekki brugðið til beggja vona og er líklegt, að vaxandi ölæði verði til þess að endurreisa okkar þjóðlíf? Ég tel, að það séu önnur mál, sem meira er aðkallandi að finna lausn á, eins og nú er komið fyrir þjóðinni, og segi ég því nei.