17.12.1968
Neðri deild: 32. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 212 í B-deild Alþingistíðinda. (203)

98. mál, ráðstafanir vegna landbúnaðarins

Frsm. minni hl. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Ég hefði viljað freista þess að flytja brtt. um það eitt, að leita skuli álits Framleiðsluráðs, áður en reglur eru settar um meðferð þess fjár, sem l. fjalla um og færa þannig ákvæði laganna til samræmis við það, sem er í frv. um sams konar ráðstafanir vegna sjávarútvegsins. En ég hef ekki haft tóm til að skrifa brtt. og vildi fara þess á leit við forseta, að hann frestaði málinu um stund.