04.11.1968
Efri deild: 9. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 2188 í B-deild Alþingistíðinda. (2231)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (JÞ):

Svofellt bréf hefur borizt frá Páli Þorsteinssyni, hv. 2. þm. Austf.:

„Reykjavík, 4. nóv. 1968.

Af sérstökum ástæðum heima fyrir get ég ekki sinnt þingstörfum næstu vikur. Ég leyfi mér að biðja um fjarvistarleyfi og óska þess, með skírskotun til 138. gr. l. nr. 52 1959, um kosningar til Alþingis, að 1. varamaður Framsfl. í Austurlandskjördæmi, Tómas Árnason hrl., taki sæti mitt á þingi í fjarveru minni.

Páll Þorsteinsson.

Til forseta Ed. Alþingis.“

Kjörbréf Tómasar Árnasonar, 1. varaþm. Framsfl. í Austurlandskjördæmi, hefur áður verið athugað og samþykkt. En samkv. þessu tekur Tómas Árnason nú sæti Páls Þorsteinssonar á Alþingi, og leyfi ég mér að bjóða Tómas Árnason velkominn til þingstarfa.