09.04.1969
Sameinað þing: 39. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 2197 í B-deild Alþingistíðinda. (2266)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf Ragnars Guðleifssonar kennara í Keflavík, sem er 1. varaþm. Alþfl. í Reykjaneskjördæmi, en hann skipaði 3. sætið á framboðslista flokksins við síðustu alþingiskosningar. Kjörbréf þetta er gefið út af yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis hinn 9. apríl, í dag.

Kjörbréfanefndin hefur engar aths. að gera við þetta kjörbréf og leggur til, að kosning Ragnars Guðleifssonar verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.