12.05.1969
Sameinað þing: 49. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 2199 í B-deild Alþingistíðinda. (2271)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til meðferðar kjörbréf útgefið handa Þorfinni Bjarnasyni sem 3. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurl. v. við kosningar þær, sem fram fóru 11. júní 1967. Eins og fram hefur komið í bréfi forseta Nd., sitja nú á Alþ. bæði 1. og 2. varaþm. þessa kjördæmis, 1. varaþm. sem landsk. varaþm. og því 2. varaþm. í kjördæminu sem 1. varaþm. þess. Kjörbréfanefnd leggur til. að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.