21.12.1968
Sameinað þing: 26. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 2207 í B-deild Alþingistíðinda. (2297)

Þingsetning

forseti (BF):

Fyrr á þessum fundi var samþ. þál. um samþykkt til frestunar á fundum Alþingis samkv. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Ríkisstj. hefur ákveðið að nota þessa heimild og fresta fundum Alþ. frá 23. þ. m., enda verði það kvatt saman á ný eigi síðar en 7. febr. 1969, og mun forsetaúrskurður þar að lútandi verða gefinn út n. k. mánudag. Þetta verður því síðasti fundur fyrir þinghlé. Ég óska öllum hv. þm. og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýja árinu. Ég þakka þeim samveruna og góða samvinnu á árinu, sem er senn á enda. Utanbæjarþingmönnum óska ég góðrar heimferðar og heimkomu, og ég vona, að við megum öll hittast hér heil, þegar þing verður kvatt saman til fundar á ný. Skrifstofustjóra og starfsfólki Alþingis óska ég einnig gleðilegra jóla og farsæls nýárs, og þakka jafnframt vel unnin störf og ánægjulega samvinnu.