21.12.1968
Sameinað þing: 26. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 2207 í B-deild Alþingistíðinda. (2298)

Þingsetning

Eysteinn Jónsson:

Ég leyfi mér að þakka hæstv. forseta árnaðaróskir í garð okkar þm. Ég þakka honum, og ég veit, að ég geri það í nafni okkar allra, fyrir ágæta samvinnu við þinghaldið og þingstörfin. Ég óska honum farsældar, gleðilegrar hátíðar og farsæls, góðs nýs árs. Og hans fjölskyldu vil ég einnig fyrir okkur öll færa sams konar óskir. Ég vona, að við hittum hann heilan, þegar við komum saman aftur á nýju ári.

Ég vil biðja þingheim að gera þessi orð að sínum orðum með því að rísa á fætur. — [Þingmenn risu úr sætum.)