16.05.1969
Neðri deild: 95. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í C-deild Alþingistíðinda. (2378)

207. mál, eyðing svartbaks

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég vil aðeins að gefnu tilefni hjá hv. síðasta ræðumanni láta það koma fram, að reglugerðin var sett í samráði við prófessorinn í lyfjafræði við Háskóla Íslands, sem taldi þann hátt, sem hafður er á reglugerðinni, vera þann skynsamlegasta, sem um væri að ræða. Ég skal hins vegar gjarnan verða við þeirri ósk að láta athuga þetta mál enn nánar og leita ráða fleiri sérfróðra manna.