08.11.1968
Sameinað þing: 9. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í D-deild Alþingistíðinda. (2925)

45. mál, aðild að Fríverslunarsamtökum Evrópu

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Hv. 1. þm. Norðurl. v. beindi til mín þeirri fsp. í lok ræðu sinnar, hvað væri orðinn mikill kostnaður af EFTA–nefndinni til þessa. Af EFTA–nefndinni er mér vitanlega enn ekki orðinn neinn kostnaður annar, en fjölritun þessarar ágætu bókar, sem hv. þm. heldur nú á. Ég skal ekki segja, hvað honum finnst til um bókina, það er annað mál. EFTA–nefndin hefur enn ekki fengið greidd nein laun. Þeir menn, sem eru tilfærðir ritarar n., eru starfsmenn við stjórnarráðið og taka sín laun þar og þeim hefur ekki verið aukreitis borgað til þessa. Hvað kemur til með að verða að lokum kostnaður við þessa n., get ég ekki upplýst á þessu stigi málsins.