21.11.1968
Sameinað þing: 14. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í D-deild Alþingistíðinda. (3136)

62. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Haraldur Henrýsson:

Herra forseti. Með það í huga, að hæstv. ríkisstj. reyndist þess gersamlega vanmegnug að treysta grundvöll þjóðarbúskaparins í mestu góðærum íslenzkrar sögu, að hún hefur algerlega vanrækt uppbyggingu og endurnýjun höfuðatvinnuveganna og veikt stórlega stöðu þeirra, að hún hefur ætíð fylgt stefnu í efnahags– og atvinnumálum, sem mótast af handahófi og stundarhagsmunum án tillits til raunverulegra þarfa þjóðarheildarinnar og sízt þeirra, sem minnst bera úr býtum, að hún hefur nú engar áætlanir né ráðagerðir uppi, sem miða að skipulegri og varanlegri lausn þeirra vandamála, sem nú blasa við, þá hlýt ég að vantreysta henni til stjórnar á málefnum þjóðarinnar á þeim erfiðu tímum, sem framundan eru. Ég tel því eðlilegast og réttast, að hún fari nú frá og efnt verði til nýrra kosninga. Að öðru leyti vísa ég til grg. hv. þm. Björns Jónssonar og segi já.