07.11.1968
Neðri deild: 11. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 290 í D-deild Alþingistíðinda. (3149)

29. mál, rannsóknarnefnd vegna kaupa á Sjálfstæðishúsinu

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Ég ætla ekki heldur að halda hér uppi málþófi um þetta. Það mætti vitanlega taka nokkurn tíma í að ræðavið þennan hv. þm., ekki aðeins um þetta mál, heldur og fleira, sem gæti orðið þessu skylt, en látum það niður falla í bili. En ég sá aðeins ástæðu til þess að koma hér upp aftur vegna þess, að hv. þm. sagðist ekki skilja í því, af hverju ég vildi ekki láta athuga þetta mál. Það er einmitt það, sem ég vil. Ég sagði það áðan, að ég vildi, að öll gögn í þessu máli yrðu lögð á borðið, til þess að hv. alþm., sem ekki hafa enn gert sér grein fyrir því, hvort hér hefur verið rétt að farið eða ekki, eigi þess kost. En hvort n. heitir rannsóknarn. eða þn., sem þetta mál fær til meðferðar, það út af fyrir sig skiptir ekki neinu máli. Aðalatriðið er, að málið verði kannað og komizt verði að hinni eðlilegu og réttu niðurstöðu og hv. þm. viti þá, hvað hér er um að ræða.