12.03.1969
Sameinað þing: 35. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 366 í D-deild Alþingistíðinda. (3257)

75. mál, afstaða Íslands til Atlantshafsbandalagsins

Forseti (BF):

Hv. 4. þm. Austf. vitnar í 42. gr. þingskapa máli sínu til stuðnings, þegar hann fer fram á, að dagskrártill., sem fram er komin í þessu máli, verði borin upp, áður en málið gengur til n. Það er alveg rétt, að það stendur í 42. gr. þingskapa, að það megi á hvaða umræðustigi sem er gera till. um rökstudda dagskrá, en það, sem hv. þm. sést yfir, er það, að þessari umr. er ekki lokið. Það er lagt til, að umr. verði frestað og málinu vísað til n. Það eru venjulega engar till., hvorki dagskrártill. né aðrar, bornar upp, fyrr en umr. er lokið.