14.05.1969
Sameinað þing: 50. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 499 í D-deild Alþingistíðinda. (3416)

175. mál, heyrnleysingjaskóli

Flm. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Mitt erindi í ræðustólinn er einungis að þakka hæstv. menntmrh. fyrir, að hann hefur þegar gert ráðstafanir til þess, að framkvæmdar verði þær óskir og kröfur, sem í till. felast, en hún var borin fram fyrir meira en 2 mánuðum og þykir mér vel og mannlega og myndarlega hafa verið við brugðið að nota tímann einmitt til þess að undirbúa framkvæmdir málsins. Það gleður mig stórlega og ég þakka fyrir.