30.10.1968
Sameinað þing: 6. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 588 í D-deild Alþingistíðinda. (3567)

256. mál, landhelgissektir

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Spurt er í fyrsta lagi, hve margir sektardómar í landhelgisbrotum féllu á s.l. ári. Þeir munu vera nokkuð á annað hundrað.

Í öðru lagi er spurt, hve margar sektanna hafa verið innheimtar. Allar sektir, sem dæmdar hafa verið í brotum stóru skipanna, togaranna, hafa verið innheimtar, eins og venja er til, en innheimta sekta, sem dæmdar hafa verið í málum minni bátanna, hefur frestazt.