27.11.1968
Sameinað þing: 15. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 660 í D-deild Alþingistíðinda. (3659)

41. mál, heildarendurskoðun húsnæðismálalöggjafar

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Hv. fyrirspyrjandi hefur gert grein fyrir fsp. Sem svar við henni vil ég segja þetta:

Samkvæmt upplýsingum formanns húsnæðismálastjórnar er að því stefnt að skila áliti um þessa heildarendurskoðun í næsta mánuði. Athugunin hefur beinzt að því að afla aukins fjármagns, annars vegar til byggingarsjóðs ríkisins, hins vegar til byggingarsjóðs verkamanna. Þetta er vissulega torleyst vandamál, eins og efnahag þjóðarinnar nú er háttað. Nánari upplýsinga um árangur þessarar endurskoðunar má samkvæmt framansögðu vænta í næsta mánuði.