27.11.1968
Sameinað þing: 15. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 691 í D-deild Alþingistíðinda. (3691)

263. mál, öryggisráðstafanir vegna hafíshættu

Forseti (BF):

Vegna þessara tilmæla hv. 1. þm. Norðurl. e. vill forseti benda bæði honum og öðrum hv. alþm. á, að ef þeir hugsa sér að þingfesta mál, sem eru það fyrirferðarmikil, að þau rúmist ekki í fsp.–tíma, þá ættu þeir að gera það á annan hátt en með fsp.