27.11.1968
Sameinað þing: 15. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 692 í D-deild Alþingistíðinda. (3693)

263. mál, öryggisráðstafanir vegna hafíshættu

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég ætla aðeins að láta koma fram, að ég var búinn að biðja um orðið, en var meinað það í þetta skipti. Það er alls ekki rétt, að ég hafi óskað eftir því þá, að málinu væri frestað. Ég bað um orðið, en málinu var frestað, án þess að ég fengi að taka til máls. Þetta vil ég, að komi fram.