27.11.1968
Sameinað þing: 15. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 692 í D-deild Alþingistíðinda. (3695)

263. mál, öryggisráðstafanir vegna hafíshættu

Forseti (BF):

Forseti sér ástæðu til að upplýsa í þessu máli, að það er rétt, að þegar málið var fyrst til umr., var fundi slitið, án þess að hv. 5. þm. Norðurl. e. kæmist að, en hann hafði þá kvatt sér hljóðs. Síðan hefur málið tvívegis verið á dagskrá. í fyrra skiptið var hv. 5. þm. Norðurl. e. fjarstaddur, og í seinna skiptið bárust skilaboð frá honum með hv. 1. þm. Norðurl. e. um það, að málið yrði ekki tekið fyrir að hv. 5. þm. Norðurl. e. fjarstöddum. Þetta hygg ég að sé það rétta í þessu máli.