12.02.1969
Sameinað þing: 28. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 754 í D-deild Alþingistíðinda. (3793)

124. mál, lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Hv. fyrirspyrjandi gat þess í sinni frumræðu, að flokksþing Alþfl. hefði gert um þessi mál mjög ítarlega ályktun og ég efast ekki um, að hann hafi lesið hana rétt upp. En hann taldi þann ágalla á þessu máli, að ríkisstj. hefði ekki fyrir fram tekið formlega ákvörðun í málinu og lýst því yfir, að lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn skyldi stofnaður. Fyrst og fremst hefur ríkisstj. lýst yfir, að hún vildi að þessu vinna. Þær yfirlýsingar liggja fyrir, en ég tel það með öllu ólýðræðisleg vinnubrögð, að ríkisstj. taki ákvörðun, fyrr en fyrrgreint nál. liggur fyrir. Það eru eðlileg vinnubrögð, að n. fái að athuga málið, kryfja það til mergjar og gera sínar till. Það er síðan hlutverk ríkisstj. að taka afstöðu til nál., þegar það liggur fyrir. Annað væri rangt að farið og í alla staði ólýðræðislegt. Ég tel þess vegna þau vinnubrögð, sem ríkisstj. hefur haft í þessu máli, þau einu réttu og eðlilegu, en þau vinnubrögð, sem hv. fyrirspyrjandi virðist vilja hafa, vera röng og óeðlileg.